Skátar gegn kynþáttamisrétti

„Skátar eiga að taka þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sveitaforingi og stjórnarmaður í Vífli í Garðabæ. „Verkefnið fellur vel að skátastarfi en það felur meðal annars í sér að skátasveitirnar fræðast um kynþáttamisrétti og fordóma“.

Hann kynnti hugmyndina á félagsforingjafundi um miðjan febrúar og var henni vel tekið. Nú hefur hann fengið nauðsynlegar upplýsingar um þetta verkefni sem Mannréttindastofa Íslands hefur umsjón með. Unnsteinn bindur vonir við að þáttaka verði góð innan skátahreyfingarinnar, en einnig munu félög eins og KFUM & KFUK, sem og félagsmiðstöðvar landsins taka þátt.

Unnsteinn segir að verkefnið henti vel fyrir fálkaskáta og dróttskáta. Skátasveit sem ákveður að taka þátt getur skráð sig  fyrir miðvikudaginn 12. mars. Smellt á tengil neðst á síðunni eða sent Unnsteini tölvupóst á netfangið   unnsteinnj@gmail.com

Mannréttindastofa Íslands sendir síðan þeim skátasveitum sem skrá sig póstkort með frímerki og ef óskað er fræðsluefni frá Mannréttindastofu. Eftir að fræðsla um kynþáttamisrétti hefur farið fram fá skátarnir úthlutað nafni sem valið er af handahófi úr þjóðskrá. Skátarnir fá tækifæri til að skrifa nafn viðtakenda og skilaboð á póstkortið.

 

Skráðu sveitina þína hér.

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar