Skátar gegn kynþáttamisrétti

„Við erum öll hluti af sömu heild,“ eru boðin sem margir fá send á póstkorti frá skátum sem tóku þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Markmið vikunnar voru að fræða ungmenni um kynþáttamisrétti og hvernig þau geti upplýst aðra um hinar ýmsu hliðar þess og hvernig sporna megi gegn því. Auk þess að fræðast um kynþáttamisrétti vorur skrifuð persónuleg skilaboð á kort sem stíluð voru á Íslendinga sem valdir voru af handahópi.

Dróttskátar og fálkaskátar á Akranesi voru í þeim hópi sem tók þátt. „Fyrir okkur var þetta þarft verkefni og vakti okkur til umhugsunar,“ segir Bergný Dögg Sopusdóttir, aðstoðarfélagsforingi á Akranesi. „Þessi mál eru mikilvæg og oft nær en ætla má við fyrstu sýn. Umræðan núna er einnig gagnleg því að Akraneskaupstaður er að móta sína mannréttindastefnu og skátarnir taka þátt í þeirri vinnu“.

Skátar á Akranesi sendu jákvæð skilaboð.

Skátar á Akranesi sendu jákvæð skilaboð.

Uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju

Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og er Evrópuvikan haldin á svipuðum tíma. Unnið er að því að að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu með það að byggja upp samfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Auk skáta tóku KFUM/K, deildir innan Rauða krossins á Íslandi og nemendur úr grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þátt í verkefninu.

Við erum öll hluti af sömu heild

Við erum öll hluti af sömu heild

Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um verkefnið á Íslandi og þema Evrópuvikunnar í ár var eins og áður segir Við erum öll hluti af sömu heild. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi 21. mars í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru þennan dag árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Á vefsíðu Mannréttindaskrifstofu Ísland og samskiptasíðu má sjá myndir og upplýsingar um verkefni síðustu ára:

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar