Skátar fagna sumri á snjóléttum degi

Skátar hafa mörg undanfarin ár verið með viðburði á Sumardaginn fyrsta og ekki er breyting á núna er stefnir í frekar snjóléttan dag víðast um landið.
Skátar í skrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta

Skátar í skrúðgöngu á Sumardaginn fyrsta

Sum skátafélög bjóða upp á fjölskylduskemmtanir með leiktækjum, skemmtiatriðum og kaffisölu meðan önnur láta sér nægja að koma saman með lágstemmdari hætti. Samkomur og skemmtanir eru öllum opnar. Mjög víða er farið í skrúðgöngu þangað sem skemmtidagskrá tekur við.

Höfuðborgarsvæðið

Skátafélagið Mosverjar í Mosfellsbæ verður með skrúðgöngu frá Bæjartorginu kl. 13.00, en gengið verður að Lágafellsskóla þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, pylsugrilli og vöfflusölu fer fram.

Skátafélögin í Reykjavík halda  sameiginlegan sumarfagnað í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Gestum er boðið að gleðjast, syngja saman og horfa til sumarsins. Boðið er upp á skátakakó að lokinni athöfn.

Einstök félög í Reykjavík eru svo með viðburði og ýmis gleðilæti út í sínum hverfum.

  • Skátafélagið Árbúar verður með skrúðgöngu frá Árbæjarlaug að Árbæjarkirkju kl. 11.00. Skemmtidagskrá við skátaheimilið í Hraunbæ 123 frá 13.00-15.00
  • Skátafélagið Landnemar býður upp á skemmtidagskrá á Klambratúni frá 14.00-16.00
  • Skátafélagið Hamar er með skrúðgöngu frá Spönginni að Rimaskóla kl. 11:30. Hátíðarhöld við Rimaskóla eftir skrúðgöngu, kynning á sumarstarfinu og sprell.
  • Skátafélagið Garðbúar gengur fylktu liði frá Grímsbæ að Bústaðakirkju kl. 13.00. Skemmtidagskrá verður síðan í Víkinni frá 14.00-16.00
  • Skátafélagið Ægisbúar er með skrúðgöngu k 11.00 frá Hagaskóla að Frostaskjóli þar sem sumarhátíð hefst kl. 11:15
  • Skátafélagið Skjöldungar býður upp á skemmtidagskrá við frístundaheimilið Dalsel í Laugardal kl. 11.00-13.00

 

Skátafélagið Vífill í Garðabæ er með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13.00. Skrúðganga er að henni lokinni að Hofstaðaskóla þar sem fjölskylduskemmtun með leiktækjum, skemmtiatriðum og kaffisölu fer fram frá kl. 14.00

Skátafélagið Kópar í Kópavogi býður til helgistundar í Hjallakirkju kl. 11.00. Skrúðganga frá Digraneskirkju kl. 13.30 að Fífunni en þar verður skemmtidagskrá frá 14.00-16.00

Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði tekur þátt í skátamessu í Víðistaðakirkju kl. 13.00.  Skrúðganga frá Víðistaðakirkju kl. 13:45 að Thorsplani, þar sem verður skemmtidagskrá frá 14.00 með skemmtikröftum, útileikjum, kassaklifri og Candy flossi.

Um allt land

Skátafélag Akraness verður með skrúðgöngu kl. 10.30 frá skátaheimilinu Háholti 24 að Akraneskirkju þar sem verður Skátamessa kl. 11.00

Skátafélagið Örninn á Grundarfirði tekur þátt í skátamessu í Grundarfjarðarkirkju og stórleikurinn „Mestu naglarnir“ í íþróttahúsi eftir messu.

Skátafélagið Klakkur á Akureyri heldur í skrúðgöngu kl. 10.40 frá Giljaskóla að Akureyrarkirkju þar sem verður Skátamessa kl. 11.00.  Skátar hittast svo að Hömrum þar sem boðið verður upp á hádegisverð

Skátafélagið Elífsbúar á Sauðárkróki fer í skrúðgöngu kl. 10.30 frá Bóknámshúsi að Sauðárkrókskirkju þar sem verður Skátamessa kl. 11.00

Skátafélagið Fossbúar á Selfossi verður með skrúðgöngu kl. 13.00 frá Hafnarplani um Austurveg, Reynivelli, Engjaveg og Tryggvagötu að Glaðheimum.  Skemmtidagskrá og vöfflukaffi er við Glaðheima, skátaheimili Fossbúa í framhaldi af skúðgöngunni.

Skátafélagið Strókur í Hveragerði fer í skrúðgöngu kl. 10.30 frá skátaheimilinu að Hveragerðiskirkju þar sem verður Skátamessa kl. 11.00

Skátafélagið Heiðarbúar í Keflavík er með skrúðgöngu kl. 11.00 frá skátaheimilinu Vatnsnesvegi 101 að Keflavíkurkirkju þar sem verður Skátamessa kl. 11:30.  Kaffisala í skátaheimilinu frá kl. 14.00-16.00

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar