Skátar á faraldsfæti við að kynna Ísland

Vel hefur gengið að kynna Ísland sem ákvörðunarstað skáta árið 2017, en þá verður heimsmót eða World Scout Moot haldið hérlendis fyrir skáta á aldrinum 18 – 25 ára. „Nú þegar erum við komin með vilyrði fyrir þátttöku 5.500 skáta frá 80 löndum í öllum heimsálfum,“ segir Jón Ingvar Bragason framkvæmdastjóri  mótsins.
Jón Ingvar og Sölvi á kynningu í Hollandi. Gestur sem tók myndina setti greinilega meiri fókus á flatkökurnar en þá félaga.

Jón Ingvar og Sölvi á kynningu í Hollandi. Gestur sem tók myndina setti greinilega meiri fókus á flatkökurnar en þá félaga.  #ráðgáturlífsins

Hann segir  að góður árangur hafi náðst í kynningarmálum á þeim tveimur árum sem formlegt kynningarstarf hefur staðið og nefnir dæmi að fylgjendur á Facebook séu hátt í 9000 talsins og um 300 manns heimsæki worldscoutmoot.is daglega.

Áhuginn vex með hverri kynningu

Jón Ingvar áréttar að mikilvægt sé að ganga vel eftir þeim viljayfirlýsingum forsvarsmanna skátabandalaga víða um heim sem nú liggja fyrir. Tryggja verður að kynningarstarfið nái alla leið til þátttakendanna sjálfra.  Það er verkefni næstu mánaða og 12 manna hópur hefur verið virkjaður í kynningarstörfin.  Nýttar eru  boðleiðir og stærri fundir á vegum alþjóðahreyfingar skáta til að ná til sem flestra með minnstri fyrirhöfn.  Hópurinn skiptir með sér verkum og áfangastaðir á næstunni eru víða um heim:

 • Fundur heimsstjórnar WOSM í Baku, Azerbadjan
 • Interamerica leaders summit í Cancun Mexikó
 • Roverway Head of Contingent fundur í Jambville Frakklandi
 • International Market í Portúgal
 • Network Meeting í Portó í Portúgal
 • Academy í Portó í Portúgal
 • Skátahöfðingjafundur í Portó í Portúgal
 • Framkvæmdastjórafundur í Portó í Portúgal
 • Asia-Pacific regional conference í Suður Kóreu.

„Á öllum þessum fundum fáum við svigrúm til að kynna World Scout Moot og leggjum áherslu á að fá fulltrúa bandalaganna til að senda eins stóra hópa og mögulegt er,“ segir Jón Ingvar og bætir við að WSM-hópurinn hafi að leiðarljósi þau markmið sem lagt var af stað með upphaflega, en þau eru:

 • Mögulegir gestir til Íslands árið 2017. Frá kynningu á heimsmótinu í Japan.

  Mögulegir gestir til Íslands árið 2017. Frá kynningu á heimsmótinu í Japan.

  að kynna World Scout Moot sem einn af þeim viðburðum sem heimshreyfingin (World Organization of the Scout Movement – WOSM)  stendur fyrir.

 • að mótið sé fyrsti valkostur Roverskáta þegar þeir leita að skátamóti fyrir sinn aldur (19 – 22 ára).
 • að fá 5.000 almenna þátttakendur á aldrinum 18 – 25 ára og 1.000 í starfsmannabúðir ( IST)  WSM 2017.
 • að efla skátastarf 18-25 ára á Íslandi.

Jón Ingvar bætir við að vilji sé til að styrkja enn frekar kynningarstarf mótsins á samfélagsmiðlum. Hann hvetur þá sem hafa áhuga á að ganga til liðs við undirbúningshópinn til að hafa samband við sig, t.d. með því að senda sér tölvupóst á netfangið jon@worldscoutmoot.is

 

Tengt efni:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar