Skátapeppið leitaði skjóls

„Helgin fór í að læra allt um útilegu að vetrarlagi. Krakkarnir lærðu um rötun, veðurfar, að ferðast í hóp og margt margt fleira,“ segir Berglind Lilja Björnsdóttir talsmaður Skaufhalanna sem stóðu fyrir námskeiðinu Leiðtogavítamín – skátapepp fyrir drótt- og rekkaskáta.
Skátavítamínhópurinn þarf nú ekki mikið af bætiefnum

Skátavítamínhópurinn þarf nú ekki mikið af bætiefnum

Það voru rúmlega 35 drótt- og rekkaskátar skráðir til leiks á þessu námskeiði sem haldið var á Úlfljótsvatni 13. – 15. mars. Þá helgi gekk ofsaveður yfir landið og fór því námskeiðið að miklu leyti fram innandyra þó áherslan væri á útivist og útlegur. Það má því segja að skátapeppið hafi leitað skjóls og verið ákveðin þjálfun í að haga áætlunum eftir veðri. Veður gekk svo niður á sunnudag og var þá tækifærið notað til útiveru. Á föstudagskvöld var einnig lag og þá var námskeiðið sett með því að kveikja eld og grilla banana með súkkulaði.

„Krakkarnir æfðu sig líka í að halda kvöldvökur, skipuleggja útilegur og svo var í boði fræðsla í hvernig hægt er að setja upp skátafundi fyrir upprennandi foringja,“ segir Berglind.

Skátavítamínhópurinn er sammála um að helgin hafi gengið frábærlega. „Við aðal-peppararnir skemmtum okkur mjög vel og erum handviss um að skátarnir á námskeiðinu hafi haft bæði gagn og gaman af,“ segir Berglind.  „Við erum þegar byrjuð að undirbúa næsta námskeið sem verður í sumar og við vonumst til að sjá sem flesta“.

Drótt- og rekkaskátar ættu að Læka við Facebook síðu Skátavítamíns og vera þannig í góðu sambandi.

Vítamín kemur í margskonar formi

Vítamín kemur í margskonar formi

Viðvarandi leikgleði

Viðvarandi leikgleði

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar