Skátaheitsvinnuhópur

Auglýst er eftir meðlimum í vinnuhóp um leiðbeiningar vegna breytinga á skátaheiti.

Á nýliðnu skátaþingi var samþykkt að opna skátaheitið þannig að valkvætt yrði að nota annars vega orðin guð eða samviska, og hins vegar ættjörð eða samfélag. Í umræðuhópi um skátaheit kom fram sú ósk að gerðar yrðu einhvers konar leiðbeiningar fyrir foringja um hvernig þeir geti kynnt og kennt hið nýja skátaheit, og hvernig hægt sé að vinna með mismunandi útgáfur þess.

Óskað er eftir framboðum í þennan vinnuhóp. Stjórn BÍS mun leitast eftir því að skipa fjölbreyttan hóp þar sem öllum sjónarmiðum verður haldið á lofti.

Þeir sem gefa kost á sér skulu hafa samband við Júlíus, starfsmanns BÍS, á netfangið julius@skatar.is. Þeir eru jafnframt hvattir til að senda greinagóðar upplýsingar um reynslu og þekkingu sem þeir telja að komi að gagni í starfi hópsins.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar