Skátaheitið samþykkt af heimshreyfingu skáta

Á skátaþingi 2015 urðu straumhvörf þegar skátaheitinu var breytt þannig að skátar geta valið um loforða að gera skyldu sína við guð og ættjörðina eða samvisku og samfélag. Um var að ræða breytingartillögu úr sal og því hafði nýtt skátaheiti ekki verið borið undir laganefnd heimshreyfingar skáta (WOSM) fyrirfram. Ný lög í heild sinni voru þýdd og send laganefnd heimshreyfingarinnar síðla árs 2015.

Í upphafi árs árið 2016 var nýjum lögum BÍS hafnað af laganefnd WOSM þar sem skátaheitið uppfyllti ekki ákvæði um skylduna við guð (duty to god). Samþykkt var á skátaþingi sama ár að stjórn myndi meta næstu skref og koma með tillögu á félagsforingjafundi haustið 2016 um áframhald málsins. Ákveðið var að skýra betur afstöðu Bandalags íslenskra Skáta varðandi breytt heiti. Það var gert bréflega ásamt ósk um að ákvörðunin laganefndar WOSM yrði endurskoðuð.

Heimshreyfing skáta tilkynnti loks með bréfi 9. ágúst að skátaheitið, og þar með lög og grunngildi BÍS, væru samþykkt.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar