Á fundi félagsforingja sem haldinn verður á Úlfljótsvatni laugardaginn 7. febrúar er gert ráð fyrir fjölbreyttri umræðu sem spannar allt frá auknum stuðningi við skátafélögin til stefnumótunar skátahreyfingarinnar. Til fundarins eru boðaðir tveir frá hverri félagsstjórn og stjórn BÍS, auk þess sem starfsmenn Skátamiðstöðvar verða til aðstoðar.

Starfið í skátafélögunum er meginverkefni félagsráðs BÍS og mun Fríður Finna Sigurðardóttir aðstoðarskátahöfðingi og formaður ráðsins segja frá helstu verkefnum þess. Starf ráðsins á að mótast af óskum og þörfum félagsstjórnanna og því gefst hér stjórnendum skátafélaga kærkomið tækifæri til að hafa áhrif.

Framtíðarsýn heimssamtaka skáta eins og hún er sett fram í kynningu. Sjá gögn undir tengdu efni neðst á síðu.
Framtíðarsýn heimssamtaka skáta eins og hún er sett fram í kynningu. Sjá gögn undir tengdu efni neðst á síðu.

Á alþjóðavettvangi skáta hafa orðið nokkrar áherslubreytingar og á félagsforingjafundinum á að nota tækifærið og kynna stefnumótunarvinnu Bandalags íslenskra skáta sem unnin er út frá áherslum í framtíðarsýn heimshreyfingar skáta – World Organization of the Scout Movement (WOSM).

Auk vinnu við stefnumótun hefur mikil vinna verið lögð í lagabreytingartillögur sem síðasta skátaþing gaf tóninn fyrir og  lagðar verða fyrir komandi skátaþing í mars.  Í allri vinnu við lagabreytingarnar hefur verið lögð áhersla á opið ferli til að fá fram sjónarmið skáta og skátafélaganna.   Á félagsforingjafundinum verða lagabreytingatillögurnar kynntar og síðan fjallað um þær í umræðuhópum.

Félagsforingjafundir eru er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta skátastarfið í landinu og það sem framundan er. Kallað verður eftir hugmyndum að umræðuefnum fyrir skátaþing sem haldið verður á Selfossi helgina 20. – 22. mars.

Á laugardagskvöld verður í beinu framhaldi af félagsforingjafundinum haldin uppskeruhátíð BÍS og bætast þar við í hópinn þeir sem starfa með ráðum og nefndum BÍS.

Nokkrar áherslubreytingar hafa orðið hjá heimssamtökum skáta
Nokkrar áherslubreytingar hafa orðið hjá heimssamtökum skáta

Tengt efni:

Stefnumótun heimshreyfingar skáta (WOSM) – Triennial Plan 2014-2017