Skátabúningurinn


Á þessari síðu getur þú fræðst um einkenni íslenskra skáta, skátabúninginn. Hvað felst í skátabúningnum, hvernig búningurinn er notaður, hvernig skuli panta hann og hvert skuli setja hvaða merki.

Skátabúningurinn


Skátabúningurinn getur verið allskonar fjölbreytt samsetning skátaeinkenna og hversdagslegs fatnaðar, því mikilvægt er að ungt fólk geti klætt sig eins og það vill og líður vel með í leik og starfi.

Einfaldasta form skátabúningsins er skátaklúturinn sem er hafður sýnilegur um hálsinn hvort sem er í fatnaði merktum skátunum eða ekki. Skátaklúturinn ásamt öðrum skátafatnaði telst vera fullur skátabúningur.

Skátaskyrta, skátapeysa og skátabolur íslenskra skáta og hverskyns fatnaður með merki BÍS, merki skátafélags eða nokkru öðru merki skáta telst allt vera skátafatnaður.

Ólíkar samsetningar geta hentað við ólík tilefni og sum tilefni kalla eftir ákveðnum samsetningum. T.d. við hátíðleg tilefni og í heiðursverði þegar klæðst er hátíðarbúningi og í utanferðum í skátastarfi þar sem ætlast er til að skátar hafi utanferðarbúning. Þá er mælst til að stuðst sé við ólík einkenni eftir aldri. Til að fræðast um búninga fyrir þessi tilefni og tillögu um aldursskiptingu einkenna er hægt að lesa reglugerð um einkenni íslenskra skáta.

Skátaklútar


Þekktasta einkenni skáta hérlendis og um allan heim er skátaklúturinn. Hinir séríslensku skátaklútar eru 8 talsins.

Hátiðarklútur

Klúturinn er borinn við hátíðleg tilefni og í alþjóðlegu skátastarfi.

Fjölskylduskáta- klútur

Hrefnuskátar (6 ára og yngri) og fjölskyldur skáta bera fjólubleikan klút með ljósbláum, grænum, rauðum og gulum röndum meðfram brún beggja skammhliða

Drekaskátaklútur

Drekaskátar (7-9 ára) bera gulan skátaklút.

Fálkaskátaklútur

Fálkaskátar (10-12 ára) bera rauðan klút.

Dróttskátaklútur

Dróttskátar (13-15 ára) bera grænan skátaklút.

Rekkaskátaklútur

Rekkaskátar (16-18 ára) bera bláan skátaklút.

Róverskátaklútur

Róverskátar (19-25 ára) bera gráan skátaklút.

Klútur eldri skáta

Skátar sem eru komin yfir þátttökualdur (26 ára og eldri) bera fjólubláan skátaklút

Merki á skátabúningnum


Hér getur þú skoðað hvernig má setja merkin sem þú færð í skátastarfi á búninginn

Hvernig eignast ég einkenni?


Flest einkenni fá skátar frá sínu skátafélagi og það á alltaf við um skátaklút hvers aldursbils. Hvert félag er svo með ólíka hefð fyrir því hvort stuðst er við einkenni merkt Bandalagi íslenskra skáta, einkenni merkt félaginu eða blöndu af báðu. Áður en hlaupið er til að kaupa einkenni er mikilvægt að athuga hjá félaginu hvort kaup á sömu einkennum séu döfinni. Mælt er með að fylgja félaginu í slíkum kaupum því einkenni hafa meiri sameiningarmátt þegar hópurinn eignast þau saman.

Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum frá einstaklingum og skátafélögum og er pantaður af Skátabúðinni tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þáttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag. 

Pöntunardagarnir eru 30. september og 30. janúar 

Hvernig skátafélög panta:

Hvernig einstaklingar panta:

  • Skoða úrvalið hjá Skátabúðinni
  • Máta eftir þörf í Skátabúðinni
  • Panta hjá Skátabúðinni