Skátablaðið er komið út

Skátablaðið er komið út og er fór fyrr í vikunni í póst til allra skáta sem eru á skrá hjá Skátamiðstöðinni og mjög stórs hóps stuðningsmanna og fyrirtækja.  Ef þú hefur ekki fengið blaðið þá ættir þú að hafa samband svo við getum kippt því í liðinn.  Sendu póst á skatar@skatar.is og gefðu okkur upp nafn, kennitölu og heimilisfang.

Efni Skátablaðsins er fjölbreytt og dregur dám af þeim breytingum sem eru í deiglunni innan skátahreyfingarinnar. Nýjum áherslum skáta eru gerð góð skil og sagt frá stefnumótun til ársins 2020.  Einnig er sagt frá þeim starfsgrunni sem unnið hefur verið að um nokkurra ára skeið og birt viðtal við skáta sem eru á kafi í að innleiða nýju áherslurnar.

Þátttaka íslenskra skáta í erlendu skátastarfi hefur aukist á liðnum árum.  Í blaðinu er stiklað á stóru í þeim efnum allt frá þátttöku okkar í skátamótum erlendis. Einnig er sagt frá þeim viðburðum sem íslenskir skátar standa fyrir hérlendis.

Viðtöl við unga skáta gefa innsýn í starfið eins og það er í dag. Þeirra hugmyndir og skoðanir fá að njóta sín.

Sagt er frá uppbyggingunni á Úlfljótsvatni og hvers þar er hægt að njóta. Vonandi kveikir sú frásögn í mörgum að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða.

Í ritstjórnargrein segir að Skátablaðið sé mikilvægur þáttur í að kynna breytingar og koma sterkar á framfæri mynd af skátastarfinu eins og það er.  Í blaðinu er af nægu að taka þegar breytingar eru annars vegar.

Skátablaðið á að berast öllu skátum  og velunnurum skáta í pósti fyrir helgi. Þeir sem ekki fá blaðið eru hvattir til að láta vita af áhuga sínum og heimilisfangi.

Blaðið er einnig aðgengilegt rafrænt – Skoða Skátablaðið 1. tbl. 2015

 

 

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar