Skátablað og Vídeó til kynningar skátastarfi

Skátablaðið kom út í dag og var því dreift með Fréttatímanum. Áherslan er lögð á kynningu til barna og foreldra með hvatningu um að koma í skátana. Blaðið er mjög myndrænt og var mikil áhersla lögð á góðar ljósmyndir, jafnframt því að gefa góða mynd af því sem skátarnir gera.

Skoða Skátablaðið

Auk útgáfu á Skátablaði verður stærstur hluti af kynningu skáta á þessu hausti myndbönd sem voru tekin upp í sumar. Gerð voru sjö myndbönd sem eru að meginuppistöðu viðtöl við skátana, sem segja frá sínu starfi og hvers vegna þau njóta þess. Kosturinn við myndböndin er að skátafélögin geta deilt þeim á sínar Facebook og aðrar samfélagssíður og vefi, en mikilvægt er að virkja sem flesta félaga til að miðla upplýsingum áfram.

Vefsíðan skatarnir.is er í miðpunkti kynningar og þangað er áhugasömum vísað til að finna skátafélag og skrá sig. Í síðustu viku hélt Skátamiðstöðin námskeið fyrir þá sem halda utan um skráningar skátafélaganna og hafa aðgang að félagaskráningunni. Mikilvægt er að vakað sé yfir öllum skráningum og fólk fái fljótt og vel svör við skráningum sínum.

Nýr kynningarbæklingur og plagat hafa verið prentuð með hvatningunni „Komdu í skátana!“ Skátafélögin eru hvött til að dreifa bæklingum og plagötum á sínu svæði.

Tengd frétt:
Skátastarfið kynnt með myndrænum hætti

:: Skátarnir.is

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar