„Ekki byrja með samfélagsmiðil ef þú hefur ekki tìma til að sinna honum,“ er ráð sem Andri Már Kristinsson gefur stjórnendum skátafélaga sem eru að velta fyrir sér að færa sig inn á þennan vettvang.
Andri Már Kristinsson
Andri Már Kristinsson

Andri Már verður með fyrirlestur á fræðslukvöldi í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ á fimmtudagskvöldið og mun hann fjalla um samfélagsmiðla og hvernig er hægt að nota þà í markaðssetningu. Nánari upplýsingar og skráning í skátadagatalinu.

Hann ætlar einkum að beina orðum sínum til þeirra sem eru spenntir fyrir samfélagsmiðlunum sem markaðstóli en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.

Andri ætti einnig að geta frætt lengra komna en hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Google á Írlandi og er nú sérfræðingur samskiptamiðla hjá markaðsdeild Landsbankans.

Hann segir það vera mikilvægt að eiga samtal á samfélagsmiðlunum en falla ekki í eintal. Aðspurður um hvaða leið  skátafélag sem vill ná í fleiri félaga á að fara í notkun samfélagsmiðla segir hann:  „Skilgreindu hópinn sem þú vilt nà til, veldu miðil eða miðla þar sem þessi hópur er, byrjaðu samtalið með efni og skilaboðum sem hópurinn hefur àhuga à.  Mældu àrangurinn og gerðu meira af því sem virkar og hættu því sem virkar ekki. Maður lærir svo alltaf mest af mistökunum“.

Til hverra ætlum við að ná?  Mynd frá síðasta landsmóti.
Til hverra ætlum við að ná? Mynd frá síðasta landsmóti.