Sharjah 7th International Youth Gathering

Dagana 1-10 febrúar 2016 verður haldið International Scout Gathering í Sarjah í Saudi Arabíu. BÍS stendur til boða að senda 1 skáta (karl) á aldrinum 18-23 ára á viðburðinn.

Markmið:

Markmiðin með viðburðinum eru að:

 • Styrkja vináttu og bræðralag á milli þátttakenda alls staðar að úr heiminum.
 • Þekkingar sköpun meðal þátttakenda og að hvetja þá til að skiptast á menningarheimum.
 • Kynna þátttakendur fyrir menningu Islam með áherslu á skilning og samheldni á milli fólks.
 • Kynna þátttakendur fyrir Sharjah, húsum, torgum, stjórnun, söfnum, skólum, vísinda og menningu.

Þátttakendur:

Skátabandalög úr öllum heiminum er boðið að senda einn (karlkyns) fulltrúa til að taka þátt í viðburðinum með eftirtalda eiginleika:

 • Hefur áhuga á náttúru og ferðamennsku. Hefur þekkingu á rötun sem hann getur deilt með öðrum þátttakendum.
 • Skráður félagi í skátunum.
 • Vera 18 til 23 ára.
 • Tilnefndur af BÍS.
 • Góða kunnáttu í ensku til að geta átt samskipti við aðra.
 • Umsóknarfrestur er 13. okt.
 • Umsóknir skulu sendast á jon@skatar.is með:
  • afriti af vegabréfi
  • eina passamynd  (4×6) með hvítum bakgrunni.

Kostnaður:

 • Einn flugmiði í boði H.E. Shaik Dr. Sultan Bin Mohammed El – Qasemmi, ráðherra Sharjah.
 • Miði verður gefin út í samráði við BÍS.
 • Þátttakandi greiðir sjálfur fyrir auka daga, fyrir og eftir viðburð, ef hann kýs svo.

 

Visa:

 • Emirates Scout Association gefur út Visa fyrir samþykkta þátttakendur.
 • Mikilvægt að skila inn afriti af vegabréfi og passamynd.

Kynning:

 • Hver þátttakendi þarf að undirbúa kynningu (10 mínútur) og sýningu á náttúru og ferðaþjónustu frá þeirra heimalandi og hlutverk skáta í að kynna ferðaþjónustu á landsvísu.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason í skátamiðstöðinni.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar