#ScoutAid Mexikó – Þú getur hjálpað

Ágætu skátasystkin 

Undanfarnar tvær vikur hafa fréttir af síendurteknum jarðskjálftum í Mexikó verið áberandi á fréttaveitum um heim allan. Þegar þetta er ritað hafa 273 látist og yfir 2 000 slasast í Mexíkóborg einni. A.m.k. 40 hús hafa hrunið á svæðinu og innviðir eru hafa látið verulega á sjá. Þúsundir fjölskyldna reyna nú að vinna úr áfallinu.
Þrátt fyrir stófellda eyðileggingu og missi hafa 4 000 skátar þó ekki látið sitt eftir liggja við hjálparstarf. Allt frá upphafi hafa þessir virku þjóðfélagsþegnar ekki hikað við að rétta fram hjálparhönd, ávallt viðbúnir að þjóna þeim sem þurfa aðstoðar við með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir að hafa sjálfir orðið illa úti í hamförunum.
Uppbyggingarstarfið verður tímafrekt og mun krefjast gríðarlegs magns hjálpargagna. Til að auðvelda hjálparstarfið hefur mexikanska skátahreyfingin hleypt af stokkunum fjáröflunarátaki á Scout Donation Platform.  

Sagt hefur verið að ekkert góðverk, hversu lítið sem það kann að vera, sé til einskis. Við hvetjum ykkur til að sýna skátasystkinum okkar samhug í verki og biðlum til góðmennsku ykkar og gjafmildi. Raunar hafa mörg landssambönd skáta um heim allan nú þegar brugðizt við og sýnt stuðning sinn í verki. 

 Þið getið aðstoðað með því að: 

       Styðja hjálparstarf mexikönsku skátahreyfingarinnar með beinum fjárframlögum til átaksins á Scout Donation Platform.

  • Skipuleggja fjáröflunarátak í ykkar nærumhverfi (t.d. gegnum skátafélagið ykkar) og senda afraksturinn til mexikönsku skátahreytingarinnar gegnum Scout Donation Platform.
  • Hjálpa okkur að kynna og auglýsa fjáröflunarátak mexikönsku skátanna og afla frekari fjár með því að “læka” átakið og deila því sem víðast. Með því að deila þessu með fjölskyldum okkar og vinum, getum við aflað enn meiri fjár til að hjálpa skátasystkinum okkar í Mexikó
  • Framlög ykkar hafa áður hjálpað skátum á Filippseyjum, Haiti, í Perú, Ekvador, Nepal og Sri Lanka að standa við skátaheitið um að hjálpa öðrum. Nú, meira en nokkru sinni fyrr, reiða skátar í Mexikó á ykkur að sýna samhug og stuðning í verki

Á mánudaginn kemur mun ég heimsækja Mexikó til að taka höndum saman með skátasystkinum okkar þar í landi, sýna þeim samhug okkar og stuðning hreyfingar okkar. Einnig mun ég afhenda framlög ykkar þeim sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna.

Allur stuðningur skiptir máli! Saman skulum við hafa víðtæk og áhrif til góðs. Ég hvet ykkur til að skoða vefsíðu Scout Donation Platform til að styðja við átakið og fræðast nánar um það.


Með skátakveðju,

Ahmad Alhendawi
Secretary General
World Organization of the Scout Movement (WOSM)

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar