Sayounara

sayounara2

„Frábær skráning á Jamboree í Japan 2015″ segir Jón Ingi Sigvaldason fararstjóri íslenskra skáta á næsta heimsmót skáta. Skráningu lýkur í júní og því enn mögulegt að slást í hópinn.

Nú þegar hafa um 50 þátttakendur skráð sig í ferðina.  Ein skátasveit með um 36 þátttakendum er komin auk 14 skáta sem sótt hafa um að mæta í vinnubúðir. „Okkar upphaflegu markmið var að fylla tvær sveitir og við höfum miklar væntingar um að það takist“, segir Jón Ingi.

ippon2

Kynning aftur í næstu viku

Kynningarfundir voru haldnir í febrúar og nú á að endurtaka leikinn og halda fundi á höfuðborgarsvæðinu, Sauðárkróki og Akureyri á næstu tveimur vikum. Fundirnir á höfuðborgarsvæðinu verða haldnir 14, 15 og 22. maí. Á norðurlandi verður fundur haldinn 21. maí. Þeir sem skrá sig eftir 1. júní þurfa að greiðar um 10% hærra gjald.
Um leið og skráningu lýkur í júní verður hafist handa við að klára að mynda fararstjórn og skipa sveitarforingja. Fyrsti fundur fararhópsins er áætlaður á Landsmóti skáta í sumar.

Einstakt tækifæri

Heimsmót skáta, sem heitir á ensku World Scout Jamboree, er haldið fjórða hvert ár fyrir skáta á aldrinum 14 til 17 ára. Þangað koma skátar frá flestum þjóðum heims og er því um einn stærsta viðburð í skátastarfi að ræða. Áætlað er að í Japan verði um 40 þúsund skátar á mótinu og reglur þess kveða á um að engin þjóð megi senda fleiri en 10% af áætluðum heildarfjölda mótsgesta.
Jamboree er í raun einstakur viðburður í heiminum og fátítt að slíkur fjöldi komi saman í friði og taki þátt í leikjum og starfi saman í 10 daga. Þetta er einstakt tækifæri til að heimsækja Japan og kynnast menningu og skátastarfi um allan heim.
Fararmerki íslenska hópsins.
Fararmerki íslenska hópsins.

Nánari upplýsingar á fararsíðunni – www.jamboree2015.skatar.is

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar