Kynningarefni – ljósmyndir

Ljósmyndir segja meira en þúsund orð.
Ljósmyndir segja meira en þúsund orð.
Ímynd er skoðun fólks á einhverju, óháð því hvort það hefur rétt fyrir sér eða ekki. Fólk myndar sér skoðun og byggir hana á upplifun sinni eða þeim upplýsingum sem það fær. Við getum verið ósammála þessari skoðun, jafnvel talið hana ranga en hún er til af ástæðu og á því rétt á sér.

Það er töluverður munur á því sem skátastarf raunverulega er og því sem margir halda að það sé. Þennan mun þarf að leiðrétta. Við þurfum að koma staðreyndunum betur til skila og gjarnan þannig að fólk sjái fjölbreytileikann, fá innsýn í allt starfið en ekki eingöngu þegar við marserum í skrúðgöngu eða stöndum heiðurssvörð.

Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að taka vandaðar ljósmyndir af skátum í starfi til notkunar í kynningarefni BÍS og er þessum myndum ætlað að vera skref í þá átt að koma staðreyndum um raunverulegt skátastarf betur á framfæri.

:: Lesa meira um ímynd skátastarfs
Hér að neðan er krækja á Flickr-myndasíðu BÍS þar sem félögin geta nálgast vandaðar kynningarmyndir í góðri upplausn til notkunar í sýnu kynningarstarfi.
ljosmyndir_kynning2
Nokkur sýnishorn af kynningarmyndum á Flickr.
:: Skoða kynningarmyndir á Flickr.

Skátamyndir á Facebook

Á Facebook-síðu skátanna er einnig að finna mikið magn af skemmtilegum ljósmyndum!
:: Skoða myndasöfn á Facebook