Skátaskeyti & minningarkort

Eru tímamót í nánd -afmæli, ferming, skátavígsla, fyrsta fjallgangan eða á að fara „Laugaveginn“? Ef svo er þá er skátaskeyti lausnin. Sendið skátaskeyti til viðkomandi með viðeigandi texta.

BÍS hefur í nokkur ár boðið til sölu þrjár gerðir af skátaskeytum.

Um tvennskonar þjónustu er að ræða:

  1. Hægt er að senda skeyti með því að hafa sambandi við skrifstofu BÍS á netfangiðskatar@skatar.is eða í síma 550-9800, virka daga á skrifstofutíma.  BÍS áritar skeytið með umbeðnum texta, og sendir það síðan til móttakanda með pósti næsta virka dag.  Þessi þjónusta og póstsendingin kostar kr. 1500.- pr. skeyti.
  2. Skátafélögin geta keypt eyðublöðin hjá BÍS og annast þjónustuna sjálf, líkt og nokkur skátafélög gera í kringum fermingar.

 

Skátahreyfingin hefur um árabil haft minningarkort til sölu á skrifstofu BÍS.

Í reynd er um minningarskeyti að ræða, þar sem minningarkveðjan er prentuð á forprentuð skátaskeyti.  Þeir sem vilja senda minningarskeyti geta haft samband við skrifstofu BÍS í síma 550-9800, á skrifstofutíma, eða sent netpóst á skatar@skatar.is

BÍS sér síðan um að senda skeytið til mótttakanda með pósti næsta virka dag. Sendandi greiðir síðan tilgreinda upphæð (lágmark kr. 1.500.-) í Styrktar- og Minningarsjóð skáta. Hægt er að millifæra inná reikning 313 26 44169 kt:440169-2879.

Vinsamlegast athugið að pöntun þarf að berast 48 klst. fyrir sendingardag og að móttaka fer ekki fram um helgar.