Um helgina hittust stjórn og ráð BÍS á Úlfljótsvatni.
Markmið fundarins var m.a. að fara yfir þau verkefni sem liggja fyrir fram að næsta skátaþingi og skerpa línurnar ásamt því að gera sér glaðan dag og hrissta saman hópinn.
Dagurinn hófst á því að hópnum var skipt upp í flokka og í framhaldinu var haldin flokkakeppni, svona litlir „Úllaleikar“. Flokkurinn Bjórar báru sigurorð á Afríku í spennandi og skemmtilegri keppni.

Eftir vinnu helgarinnar er óhætt að segja að stjórn og ráð BÍS séu betur samstillt fyrir verkefni vetrarins. Fjölmörg spennandi verkefni eru á dagskrá sem munu líta dagsins ljós í vetur.

Svipmyndir frá þessum skemmtilega og afkastamikla degi á Úlfljótsvatni: