Samningur undirritaður við mennta og menningarmálaráðuneytið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra  og Bragi Björnsson skátahöfðingi f.h. Bandalag íslenskra skáta, undirrituðu samning um ráðstöfun á framlagi á fjárlögum til reksturs BÍS.

Í samningnum segir að markmiðið með stuðningi við Skátana sé að stuðla að því að þeir geti unnið að fjölþættum markmiðum sínum í þágu barna og ungmenna. Stuðningurinn tekur mið af uppeldislegu gildi starfsins og gildi starfsins í forvörnum.

MMRN022014_2
Markmið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Til þess að ná þeim markmiðum vinna skátar m.a. að margvíslegum verkefnum með börnum og ungmennum. Skátarnir veita aðildarfélögum sínum aðstoð, standa fyrir fræðslu til iðkenda og leiðtoga í skátastarfi auk þess að halda utan um fjölda virkra félaga í skátastarfi á Íslandi.
Skátafélögin hafi aðgerðaráætlun ef upp koma mál er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Í samningnum vekur ráðuneytið vekur athygli á mikilvægi þess að skátafélögin vinni gegn hatursorðræðu á netinu eða í starfinu.
Bragi Björnsson skátahöfðingi lýsti ánægju með saminginn og vonar að hann sé undanfari langtímasamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stuðning við skátana.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar