Samið um tjaldbúðir á Selfossi vegna Moot

Mánudaginn 21. nóvember undirrituðu Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri Árborgar og Jón Ingvar Bragason framkvæmdastjóri World Scout Moot, samkomulag á milli sveitarfélagsins Árborgar og World Scout Moot um tjaldbúðir á Selfossi. Samkomulagið tekur til að Árborg leggur til tjaldsvæði við Suðurhóla fyrir allt að 800 manns dagana 25.-29. júlí og að auki munu þátttakendur á Moot fá frítt í sund þá daga sem tjaldbúðin verður á Selfossi. Þátttakendur á World Scout Moot munu leggja sitt af mörkum á Selfossi með samfélagsverkefnum eins og gróðursetningu, hreinsun, stígagerð, þátttaka í menningarviðburðum svo fátt eitt sé nefnt.

Skátafélagið Fossbúar munu sjá um tjaldbúðirnar á Selfossi. En félagið hefur lagt mikinn metnað í að undirbúa tjaldbúðir á Selfossi og það að sýna fram á möguleikana sem svæðið hefur uppá að bjóða.

Jón Ingvar sagðist hlakka til samstarfsins við sveitarfélagið Árborg og við þökkum fyrir þann góða stuðning og áhuga sem sveitarfélagið sýnir þessu risa verkefni sem World Scout Moot er.

MYND: Halldór S. Magnússon, Ásta Stefánsdóttir og Jón Ingvar Bragason við undirritun.

Nánar

 

:: Frétt Sveitarfélagsins Árborgar
:: World Scout Moot

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar