# Rödd ungra skáta

„Við viljum heyra skoðanir og hugmyndir ungra skáta,“ segir Bergþóra Sveinsdóttir formaður ungmennaráðs skáta sem stendur fyrir nokkrum opnum fundum fyrir skáta á aldrinum 16 – 25 ára undir yfirskriftinni #RODDUNGRASKATA.
Hugmyndavinna

Hugmyndavinna

Fyrsti fundurinn var haldinn að Hömrum á Akureyri um liðna helgi og eins og sagði í auglýsingunni var hann opinn og skemmtilegur. „Við fórum í nokkra leiki og tókum svo umræður. Vorum með tvo hópa þar sem við lögðum upp með fjórar meginspurningar. Ræddum meðal annars hver eiga markmið ungmennaráðs að vera og hlutverk, hvernig þau sjá framtíð skátahreyfingarinnar fyrir sér og mikið var rætt um viðburði og skipulagningu þeirra,“ segir Bergþóra.

Selfoss, Akranes og höfuðborgarsvæðið

Ungmennaráðið verður með fleiri svona fundi um landið þar sem þau viljum heyra í skoðanir og hugmyndir ungra skáta. Næst á Selfossi 26. janúar og síðan Akranesi 4. febrúar.  Bergþóra hvetur skátafélög í þessum landshlutum til að mæta. Hringnum verður svo lokað með ungmennaþingi á höfuðborgarsvæðinu.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar