Reynt á þolrifin

Lostlava1„Lost in the Lava – Survival Camp“ gengur vel að sögn  skipuleggjenda. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn og taka fjórir hópar þátt. Þeir lögðu af stað síðdegis í gær eftir að hafa fangið leiðaáætlun, leystu svalar þrautir á leiðinni og fundu sér skýli fyrir nóttina, en hver hópur fékk uppgefna staðsetningu á helli þar sem hann gæti gist.

Meðal þrauta sem lagðar voru fyrir hópana var að fara yfir Hvaleyrarvatn, en þar er hægt að vaða yfir, ef hægt er að segja svo þegar vatnið nær hátt upp í eyrnasnepla.

Þegar hóparnir koma í mark á morgun hafa þeir lagt að baki rúma 60 km. Þátttakendur hafa þá einnig kynnst betur eigin styrk og hæfni, auk þess að hafa kynnst göngufélögunum vel.

Þátttakendur eru á aldrinum 15 – 25 ára og hafa þeir tekið þátt í ýmsum svaðilförum innan skátahreyfingarinnar, s.s. vetraráskorun skáta og öðrum skátamótum og útilegum. Flokkarnir eru með talstöðvar og GPS-sendi. Þannig vita skipuleggjendur hvar flokkarnir eru og þeir geta haft samband ef eitthvað kemur uppá.

Amalia Bohateret og Rúnar Geir Gunnarsson halda um skipulagstaumana. Sjá nánar í fyrri frétt.

 

Næsti hópur gerir sig kláran að fara yfir

Næsti hópur gerir sig kláran að fara yfir

Hóparnir búnir út með talstöðvar og GPS tæki

Hóparnir búnir út með talstöðvar og GPS tæki

lostinlava6

Farið yfir ferðaplanið með einum hópnum

Heimspeki Hraunvillinga 2015

Heimspeki Hraunvillinga 2015

Tengd frétt og viðburðarsíða:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar