Þær Rósa, Agnes, Inga og Sara eru drekaskátar sem dvelja í fjölskyldubúðunum og skemmta sér vel. Blaðamaður hitti þær stöllur um kaffileytið í dag þar sem þær voru á þönum við að safna eiginhandaráritunum í vinaleiknum.
Þær klæðast sérstökum bolum og safna nýjum vinum með því að fá þá til að skrifa nöfn sín á bolina og takmarkið er að eignast amk. einn nýjan vin frá hverju landi sem er þátttakandi hér á landsmótinu.
Auk íslensku skátanna eru hér þátttakendur frá 15 öðrum þjóðlöndum; Ástralíu, Sviss, Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Finnlandi, Hong Kong, Skotlandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Frakkalandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Sviss.
„Þetta er pottþétt besti staðurinn á landinu til að safna nýjum vinum“ sögðu þær stöllur að skilnaði og brunuðu af stað.