Rekkaskátar til Írlands

Hópur rekkaskáta hélt senmma í morgun af stað í leiðangurinn Auði djúpúðgu.

Leiðangurinn sem er átta daga langur er farinn í samvinnu við Scouting Ireland og munu rekkaskátarnir dveljast í skátamiðstöðinni Larch Hill sem er skammt fyrir utan Dublin ásamt hópi írskra jafnaldra sinna.

Markmið leiðangursins er að kynnast því hvernig útilíf írskir skátar stunda og þannig tengja enn betur saman skátastarf á Íslandi og Írlandi.

Hugmyndin er að eins og írskir dróttskátar koma árlega í vetrarleiðangur til Íslands fari íslenskir rekkaskáta árlega til Írlands í sumarleiðangur.

Fararstjórar eru Silja Þorsteinsdóttir og Finnbogi Jónasson.

Svipað alþjóðlegt verkefni má finna fyrir dróttskáta í samvinnu við Írska skáta, en það er Crean verkefnið sem fer fram hér á landi.

::Hér má finna fréttir af því verkefni

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar