Hæhæ,

Ert þú rekkaskáti í leit að skátastarfi? Ert þú í lítilli skátasveit og vilt tengjast öðrum skátasveitum á íslandi? Þá ættir þú og þín sveit að vera partur af Rekkaskátanetinu!

Rekkaskátanetið er vettvangur fyrir alla rekkaskáta á Íslandi til þess að stunda skátastarf óháð búsetu. Rekkaskátanetið er óvenjulegt að því leytinu að flokkarnir í skátasveitunum koma ekki allir úr sama skátafélaginu. Hugmyndin er að skátaflokkar úr mismunandi skátafélögum komi saman og vinni sem ein heild í skátasveit. Sveitin velur sér skemmtileg verkefni sem flokkarnir framkvæma, hver í sínu félagi og svo heldur sveitin saman sveitarfundi nokkrum sinnum á ári, t.d. Á landsmóti, á skátapeppi eða í sveitarútilegu.

Er þetta eitthvað sem þinn rekkaskátahópur hefur áhuga á? Ef svo er getið þið sent tölvupóst á salka@skatar.is fyrir 1. nóvember og skráð ykkur!

Ef þið viljið vita meira þá verður svo haldið Rekka- og Róvernets kaffihúsakvöld 25. október klukkan 20:00 í Jötunheimum, skátaheimili Vífla. Þar munum við borða vöfflur og ræða málin 🙂

Kær kveðja,

Rekka- og Róvernetið