Ratleikur við tjörnina á Barnamenningarhátíð

Skátarnir bjóða gestum í miðbæ Reykjavíkur upp á skemmtilegan ratleik í kringum tjörnina, næstkomandi fimmtudag 1. maí kl. 12.00 – 18.00 í tengslum við Barnamenningarhátíð. Þeir sem taka þátt leysa 10 skemmtilegar skátaþrautir sem reyna á útsjónarsemi, samvinnu og að hugsa út fyrir kassann.  „Við hvetjum fjölskyldur, börn og fullorðna til að koma saman í Ævintýrahöllina í Iðnó og taka þátt í skemmtuninni með skátunum okkar“  segir Hrönn Þormóðsdóttir, formaður Skátasambands Reykjavíkur. Markmiðið er að hafa gaman saman og mögulega ná skemmtilegri mynd sem má merkja með #skatahatid á instagram. Myndir verða birtar á síðu Skátasambands Reykjavíkur.  Besta myndin verður svo verðlaunuð með viku sumarnámskeiði í Útilífsskóla skátanna í sumar.

„Skátastarf er vel skipulagt æskulýðs- og uppeldisstarf fyrir börn og ungmenni þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín á sínum eigin forsendum og þroskast til að verða leiðtogi í eigin lífi, segir Hrönn. „Skátalíf verður oftar en ekki að lífstíl sem felur í sér virðingu gagnvart sjálfum sér og náttúrunni byggðum á samfélagsmiðuðum gildagrunni sem hefur hjálpsemi við náungann að leiðarljósi“. Slíkt menningar- og uppeldisumhverfi fyrir börn er eftirsóknarvert auk þess sem börnin eru virk í ákvarðanatökum sinna eigin verkefna í skátastarfinu og skapa sér því einnig eigin menningu, siði og venjur út frá eigin áhugasviði. Hrönn segir skátahreyfinguna þannig eiga mikið erindi á Barnamenningarhátíð, hátíð barnanna og þeirra sem vinna með börnum af hugsjón og í gleði.

Í Reykjavík er skátastarf að finna í flestum hverfum borgarinnar. Gott yfirlit yfir starfsemi þeirra er að finna á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur. Almennar upplýsingar um skátastarf er svo að finna á heimasíðunum skatarnir.is og hér á skatamal.is Einnig er hægt að finna upplýsingar um Útilífsskóla skátanna á utilifsskolar.is

 

Titilmynd í fullri upplausn má finna hér

Myndir sem þátttakendur setja inn má sjá hér

Heimasíðu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík má finna hér

 

barnamenningarhatid 2014

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar