Rakel Ýr hefur verið ráðin inn sem viðbuðarstjóri Bandalags íslenskra Skáta. Rakel hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun innan skátahreyfingarinnar og má sem dæmi nefna að hún var mótstjóri Landsmóts skáta 2016. Hún kemur úr Garðabænum og hefur starfað með skátafélaginu Vífli alla sína skátatíð.

Hún mun hefja störf 1. mars 2018. Við bjóðum við hana velkomna til starfa!