Rafrænar refaveiðar í Jötunheimum

Heimsmót sem tengir saman skáta alls staðar að úr heiminum verður haldið laugardaginn 18. október. Hér á Íslandi verður mikið um dýrðir í Jötunheimum, sem er skátaheimilið í Garðabæ. Þangað geta allir skátar á Íslandi komið í heimsókn frá kl. 12 – 18, en einnig verður boðið upp á upplýsingar fyrir þá sem ekki komast á staðinn.
Fulltrúi Kýpur pósar með radíóið

Fulltrúi Kýpur pósar með radíóið

Í Jötunheimum verður boðið upp á opna dagskrá sem skátaflokkum gefst tækifæri á að tengjast umheiminum, prófa hin ýmsu tæki og tól sem Radíóskátar nota, fara á Refaveiðar, búa til myndbönd, taka þátt í alþjóðlegri keppni, Jam puzzle og margt fleira. Einnig er þetta frábært tækifæri til að kynnast menningu og staðháttum í öðrum löndum, ásamt því að kynna Ísland og skátastarf á Íslandi fyrir öðrum.

Það eru alþjóðaráð skáta og Radíóskátar sem standa fyrir þessum opna viðburði hérlendis.

Alþjóðleg samskipta hreyfing

JOTA-JOTI kallast heimsmótið og stendur það fyrir Jamboree on the air og Jamboree on the internet. Þessi árvissi viðburður er haldinn af alþjóðahreyfingu skáta ár hvert til að tengja saman skáta alls staðar að úr heiminum.

Basic vinna í Hong Kong

Basic vinna í Hong Kong

Tilgangurinn með mótinu er að skátarnir eigi samskipti við aðra skáta í heiminum um talstöðvar eða yfir internetið og sjái í gegnum leiki og þrautir hversu fjölbreytt og fjölmennt skátastarf í heiminum er.

 

Nánari upplýsingar:

Viðburður í skátadagatali 
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu JOTA-JOTI

 

 

jotajoti2014-2

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar