Ráðherra í bogfimi

Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heimsótti í dag Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og kynnti sér þá starfsemi sem fram fer á staðnum, auk þess að fá innsýn í áherslur skátahreyfingarinnar á Íslandi. Hún fékk að reyna sig í bogfimi og hitti sú íþrótt vel í mark hjá ráðherra.
Fylgst með tilburðum aðstoðarmanns og upplýsingafulltrúa

Fylgst með tilburðum aðstoðarmanns og upplýsingafulltrúa

Guðmundur Finnbogason hjá Útilífsmiðstöðinni sagði frá kostum staðarins og framtíðarmöguleikum.  Líflegar skólabúðir voru í gangi þegar ráðherra leit við og þurfti því ekki að fara mörgum orðum um gleðina sem oftast ríkir á staðnum.

Stórmót skáta á næstu árum bar einnig á góma og setti Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, gjaldeyristekjur skátamóta í samhengi við komur skemmtiferðaskipa.  Heimsmótið World Scout Moot, sem haldið verður árið 2017, skilar gjaldeyristekjum á við komur sextán skemmtiferðaskipa. Þátttaka erlendra skáta á venjulegu landsmóti skáta skilar á við komur þriggja til fjögurra skemmtiferðaskipa.  Þá koma erlendir skátar sem sækja skátamót gjarnan aftur síðar og ferðast þá um landið á eigin vegum.

Skátar eru að vonum ánægðir með að ráðherra ferðamála sýni Úlfljótsvatni þann áhuga sem heimsóknin í dag bar vott um. „Heimsóknin var virkilega ánægjuleg og hvetur okkur áfram,“ segir Hermann.

 

Einbeiting á hámarki. Ekkert gefið eftir.

Einbeiting á hámarki. Ekkert gefið eftir.

Hittni batnaði með hverju skoti

Hittni batnaði með hverju skoti

 

 

Boginn spenntur til að mæta settum væntingum

Boginn spenntur til að mæta settum væntingum

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar