Raddir róver og rekka um næstu helgi

Frá ungmennaþingi skáta í febrúar.

Frá ungmennaþingi skáta í febrúar.

„Ég vona að ungir skátar sem hafa áhuga á að bæta skátastarfið sæki í þennan viðburð því þetta er akkúrat tækifærið fyrir þá til þess að kynnast skátum á svipuðum aldri, láta skoðanir sínar heyrast og ræða nýjar hugmyndir fyrir starfið.“ segir Hulda María en hún er í ungmennaráði skáta, sem undirbýr viðburðinn Rödd ungra skáta sem verður haldinn á Akranesi um næstu helgi.

Hulda segist vonast til að fram komi nýjar hugmyndir að spennandi viðburðum, sem og ýmsu öðrum sem tengist ungum skátum í skátahreyfingunni. Hún hvetur rekka- og róverskáta til að mæta því hér sé tækifæri til að kynnast betur og hafa gaman saman.

–  Verður skátastarfið betra ef ungt fólk ræður?
„Skátastarfið gæti tekið breytingum ef fleiri ungir skátar taka meiri þátt í störfum bandalagsins og í viðburðum. Auðvitað væri það frábært ef ungt fólk hefði meiri áhuga og þor í að koma fram og segja sínar skoðanir því ef það gerir það ekki þá munu þær hugmyndir og skoðanir ekki koma nægilega fram en ég vona að eftir þennan viðburð muni ungt fólk hafa meiri áhrif í skátahreyfingunni.“ segir Hulda María.

Frá ungmennaþingi í febrúar

Frá ungmennaþingi í febrúar

Tak dýnu þína og  svefnpoka upp á Skaga

Dagskrá hefst á föstudagskvöld  6. nóvember kl. 22:30, en húsið opnar kl. 20:00 þannig að enginn á að verða úti þó hann mæti tímanlega. Rödd ungra skáta verður halin í Skátaheimilinu á Akranesi að Háholti 24.

Verði verður mjög í hóf stillt en það er 3.500 kr. og innifalin er gisting, dagskrá, sundferð og kvöldverður laugardagskvöld. Koma þarf með dýnu, svefnpoka, sundföt og annan mat.  Dagskrá lýkur svo um miðjan dag, sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:30.

Skráning á viðburð.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar