Marta Skátahöfðingi

Marta Magnúsdóttir er nýr Skátahöfðingi Íslands til tveggja ára. Marta sem er 23 ára Grundfirðingur er önnur konan í sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi sem er kjörin til að sinna þessu embætti. Marta hefur verið mjög virk í grasrót skátahreyfingarinnar síðustu ár og verið leiðandi í Pepphópnum sem stendur fyrir og skipuleggur Skátapepp – leiðtogavítamín drótt og rekkaskáta. Þá hefur hún einnig verið dugleg í alþjóðastarfi og var annar fararstjóri BÍS á hið alþjóðlega skátamót Roverway sem haldið var í Frakklandi í fyrra. Marta hefur líka afrekað það að fara á norðurpólinn árið 2015. Hún hlakkar til að sinna starfi Skátahöfðingja næstu tvö árin, skátahreyfingunni og samfélaginu öllu til heilla. Hér er því um góða fyrirmynd fyrir ungra skáta að ræða.

Dagmar Ýr Ólafsdóttir er nýr aðstoðarskátahöfðingi og formaður Félagaráðs. Dagmar er fædd og uppalin í skátahreyfingunni og verið dugleg að taka að sér sjálfboðaliðastörf í þágu hreyfingarinnar. Hún er búin að koma að og hjálpa til við öll Landsmót skáta síðan . Þá hefur hún einnig setið í Dagskrárráði og í öðrum trúnaðarstörfum innan Bandalags Íslenskra Skáta.

Nýr gjaldkeri BÍS og formaður Fjármálaráðs er Anna Gunnhildur Sverrisdóttir. Nýr formaður Upplýsingaráðs er Jakob Guðnason. Sjálfkjörin í sín embætti eru Jón Þór Gunnarsson, formaður Alþjóðaráðs, Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður Ungmennaráðs, Björk Norðdahl, formaður Fræðsluráðs og Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður Dagskrárráðs. Ný stjórn BÍS er því skipuð 6 konum og 2 karlmönnum.

Þingið er enn að störfum en áætluð þingslok eru kl. 18:00. Framundan eru málstofur um hin ýmsu málefni er snerta „Fjölgun Fullorðinna“ en það er yfirskrift þingsins í dag, kynningar og afgreiðslur.