Peppaðir pepparar á Eyja-pepp

Hér kemur ferðasaga Pepphópsins frá Eyja-peppi;

Þátttakendur djúpt í skipulagningu…

Hundrað skáta hópur er kominn til Vestmanneyja, ferðalagið gekk mjög vel, allir hressir en margir þreyttir  Nú eru allir búnir að velja sér dagskrá fyrir daginn, og verður spennandi að sjá hvernig flokkunum gengur að þræða sig í gegn um dagskrárhringinn 

Peppaðir skátar í Herjólfi!

Hér í Eyjum hefur allt gengið eins og í sögu, hér eru hressir dróttskátar á leiðinni í sund og rekkaskátar og róverskátar eru að setja upp póstaleik fyrir skátana í Vestmanneyjum.

Brottför áætluð kl.16 með Herjólfi, skátarnir fá Selfossi fara einnig með rútunni þar sem strætó kemur ekki fyrr en seinna í kvöld. Gerum ráð fyrir að vera komin á Selfoss við FSU kl.18:00 og í Hraunbæ 123 kl.19:00.

Ferðasöguna og myndir má finna á Facebook síðu Skátapepps.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar