Ótrúlega gefandi að hjálpa öðru fólki

„Það að vera skáti sem krakki hjálpaði mér i að verða virkur samfélagsþegn,“ er meðal þess sem fram kom meðal skáta sem tekin voru viðtöl við á Landsmóti skáta í sumar. „Að vita að maður sé að hjálpa öðru fólki er ótrúlega gefandi.“

Á Landsmóti skáta voru mannréttindi sem svo oft áður á dagskrá hjá skátum. Meðal annars var starf Amnesty kynnt. „Það skiptir máli að vekja krakka til umhugsunar,“ segja þær sem höfðu umsjón með kynningarpóstinum. „Margir eru ekki alveg með á hreinu hvað mannréttindi eru svo við erum að kynna fyrir þeim hvað þetta er svo þegar þau heyra um mannréttindi síðar í lífinu þá kannast þau við þetta“.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar