Hópur eldri skáta í Kópum stóð fyrir örnámskeiði fyrir foringjahópinn í liðinni viku við góðar undirtektir þátttakenda. Foringjarnir eru ánægðir með að fá inn ferska vinda og margvíslega handverksþekkingu.
Kertagerð í skúrnum
Kertagerð í skúrnum
Gefin fyrir drama ...
Gefin fyrir drama …

Þetta er í annað sinn sem hópurinn stendur fyrir slíku fræðslukvöldi þar sem skátaheimilinu er snúið á haus og breytt í vinnustofur. Foringjarnir fara á milli vinnustofanna og fá innsýn í þau verkefni sem valin eru hverju sinni.

Samhliða því að fá hagnýtar upplýsingar og læra handverk gefst tækifæri til að ræða fleiri hugmyndir sem hægt væri að hrinda í framkvæmd í skátastarfinu og hvort og hvernig hægt er að virkja fleiri.

Björk Norðdahl sem leiðir Selina, félag foreldra og eldri Kópa, segir að foringjarnir hafi verið ánægðir með framtakið og ætlunin sé að bjóða upp á örnámskeið aftur næsta vetur.

Að þessu sinni var boðið upp á nokkra pósta, en það var kertagerð, búningagleði, origami og hekl. Einnig var pönnukökubakstur og var afrakstursins notið fyrir framan arininn í salnum.

Björk Norðdahl fékk liðsauka með sér til að halda örnámskeið
Björk Norðdahl fékk liðsauka með sér til að halda örnámskeið

 „Gamlir“ góðir Kópar

Andri Týr Kristleifsson og Jóhanna Björg Másdóttir úr stjórn Kópa voru í skátaheimilinu og notuðu tímann frá pönnukökubakstri til að endurvekja Facebook-grúppuna „Gamlir“ góðir Kópar Þau hvetja alla eldri Kópa til að skrá sig þannig að auðveldara sé að koma boðum til eldri Kópa. Þau vilja gjarnan geta boðið til viðburða sem félagið stendur fyrir.  Inn í grúppuna er búið að setja nokkrar ljósmyndir sem ugglaust rifja upp skemmtilegar minningar.

Selirnir, félag foreldra og eldri Kópa, er einnig með Facebook síðu sem er opin.  Skoða Facebook síðu Selanna.

 

Skoða fleiri ljósmyndir :: Opna myndaalmbúm

 

Andri Týr og Jóhanna Björg notuðu tímann til að uppfæra Facebook síður
Andri Týr og Jóhanna Björg notuðu tímann til að uppfæra Facebook síður
Nýja tískubylgjan, heklið, hefur hafið innreið sína í Kópa
Nýja tískubylgjan, heklið, hefur hafið innreið sína í Kópa