Ofurhetjur sem láta öðrum líða vel

„Verkefnin sem við tókum voru mjög áhugaverð og skemmtileg. Krakkarnir skrifuðu skilaboð til Indlands, bjuggu til ofurhetju sem hafði þann ofurkraft að láta öðrum líða vel, skoðuðu minnihlutahópa í skátahreyfingunni og að lokum skoðuðum við hvaða eiginleika maður þarf að hafa til þess að vera góður vinur,“ segir Hulda María Valgeirsdóttir, en hún er sveitarforingi skátasveitarinnar Selir og Urtur í Ægisbúum en í henni eru strákar og stelpur á drekaskátaaldri, 8-9 ára.
Í lok verkefnis voru teknar myndir

Í lok verkefnis voru teknar myndir

Hulda María segir að verkefnin hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg

Hulda María segir að verkefnin hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg

Drekaskátarnir í Ægisbúum voru með þessu verkefni að svara kalli alþjóðahreyfingar skáta á afmælisdegi skátahreyfingarinnar 22.febrúar sl. Dagurinn er kallaður „World Thinking Day“ og þann dag eru skátar hvattir til að leiða hugann að meðbræðrum og systrum um allan heim og gera sitt til að tengjast í víðum skilningi þess orðs.

„Það er mikilvægt að kenna yngstu skátunum að skátahreyfingin er ekki einungis bundin við nánasta umhverfi heldur er hún úti um allan heim. Með þessu verkefni þá hafa þau kynnst betur þessari alþjóðahreyfingu sem við erum í,“ segir Hulda María.

„Við ákváðum að taka þetta verkefni sem einn dagskrárhring hjá okkur í drekaskátum. Fyrsta fundinn kynntum við verkefnið og fórum í lýðræðisleik þar sem krakkarnir ákváðu hvaða verkefni þau vildu taka,“ segir hún. Krakkarnir unnu yfirleitt í litlum hópum þar sem þau leystu verkefnin og svo kom öll sveitin saman og hóparnir kynntu niðurstöðurnar sínar með mismunandi háttum. Verkefnin fjölluðu meðal annars hvernig við erum í betra sambandi við sjálf okkur, hvernig við tengjumst vinum okkar, tengjast heimshreyfingunni, heiminum og að endingu #connect10million sem eru í kvenskátahreyfingunni. Þessi dagskrárpakki heimshreyfingarinnar WAAGS er aðgengilegur á vefnum

Drekarskátar í Ægisbúum sendu öðrum skátum kveðju

Drekarskátar í Ægisbúum sendu öðrum skátum kveðju

Selir og Urtur tóku fimm fundi undir þetta verkefni og á seinasta fundi var öllum bitum púslað saman og stillt upp í myndatöku, eins og sjá má hér á síðunni.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar