Fálkaskátasveitin Smyrlar í Mosverjum fóru á Úlfljótsvatn í sveitarútilegu um nýliðna helgi. Mikið fjör var í útilegunni sem var með ofurhetjuþema. Skátarnir mættu í ofurhetjubúningum og nutu helgarinnar í botn.
Tjaldofurhetjur
Tjaldofurhetjur

Í skátaferðum sem þessum er ýmislegt skemmtilegt gert. Nú um helgina var gert skýli í skóginum, pizzur eldaðar úti og sigið úr klifurturninum þrátt fyrir stormviðvörun!

Óbreyttur borgari var fangi illrar ofurhetju

Farið var í ofurspennandi næturleik á laugardagskvöldinu þar sem skátarnir björguðu óbreyttum borgara sem var fangi illrar ofurhetju. Í næturleiknum þurftu skátarnir að leysa ýmsar þrautir og leysa dulmál auk þess að rata um Úlfljótsvatn í myrkri!

Snjór og rok stoppaði ekki tjaldofurhetjurnar

Einn flokkur gisti úti í tjaldi fyrri nóttina og létu þær smá snjó og rok ekki stoppa sig.

Ofurgóð útilega að baki og segir Inga Ævarsdóttir ofurhugi að stelpurnar í Smyrlum hlakki til að fara í næstu ferð sem verður á Vormót Hraunbúa í júní.

Viltu meira?

Logandi svalar ofurhetjur
Logandi svalar ofurhetjur