Nýtt fréttabréf WSM2017 komið í loftið

Skipuleggjendur WorldScoutMoot 2017 gefa reglulega út fréttabréf sem sent er til þúsunda skáta um allan heim. Nú í kvöld kom út sjöunda tölublaðið og sökum þess hversu stutt er í mótið og margir mjög áhugasamir um þróun mála, ákváðum við hjá Skátamál.is að deila þessu fréttabréfi með ykkur.

Íslenskir skátar eru gestgjafar 15th World Scout Moot nú í sumar. Mótið er haldið á vegum heimssamtaka skáta, World Organization of the Scout Movement (WOSM). World Scout Moot er heimsmót eldri skáta. Þátttakendur er ungt fólk á aldrinum 18 – 25 ára auk sjálfboðaliða 26 ára og eldri. Um er að ræða eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar í 100 ára sögu hennar á Íslandi og jafnframt stefnir í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið var haldið 1931.

Nánari upplýsingar:

:: Þemasíða Skátamál.is um WorldScoutMoot 2017

:: Lesa fréttabréfið | Bulletin #7

:: Skoða eldri fréttabréf

:: Skoða heimasíðu mótsins

:: WorldScoutMoot 2017 á Facebook

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar