Nýjar áherslur einkenndu liðið ár hjá skátum

Skátar geta horft glaðir um öxl til ársins 2015 en það einkenndist af uppbyggingu og nýjum áherslum í stefnumálum skátahreyfingarinnar. Þá munu ugglaust margir skátar minnast þessa árs þegar skátaheiti var breytt og sátt náðist í áralöngu ágreiningsmáli.  Aðrir skátar munu ugglaust minnast skemmtilegra útilega og ferðalaga, en meðal annars sótti stór hópur alheimsmót skáta í Japan.
forsIMG_7335-700x454

Frá skátaþingi á Selfossi

Nýtt skátaheit

Skátaþing, sem haldið var á Selfossi  um miðjan mars, einkenndist af mikilli umræðu- og vinnugleði. Horft var til framtíðar og sameinast um stefnuskrá í sex flokkum en þeir eru þátttaka ungmenna, uppeldis- og menntunaraðferðir, fjölbreytni og samþætting, samfélagsleg þátttaka, miðlun og samskipti og að endingu opnari stjórnsýsla.  Nánar í fréttinni Skátar horfa til framtíðar.

Skátar náðu einnig sögulegri sátt í áralöngu ágreiningsmáli og nú þurfa skátar ekki að heita því að gera skyldu sína við „guð og ættjörðina“, heldur geta þeir heitið því að gera skyldu sína við „samvisku og samfélag.“  Skátar lýstu ánægju sinni sögðu að hér væri langþráðu takmarki náð og þetta væru bestu úrslit sem hugast gæti.  Enginn vanvirti skoðanir annarra og að nú væri pláss fyrir alla.  Sjá nánar í fréttinni  Nýtt skátaheit samþykkt.

IMG_01371-1024x683Skátamót og útilegur allan ársins hring

Skátamót, félagsútilegur, sveitarútilegur, flokksútilegur voru haldnar allt árið og þar þjálfuðu og skemmtu skátar sér saman.  Skátafélögin í Reykjavík héldu um miðjan janúar sitt fyrsta vetrarmót á Úlfljótsvatni og verður framhald á þeirri nýbreytni.  Sjá fréttina Vetrarmót skáta heppnaðist einstaklega vel.

SM_MG_3297Vetraráskorunin Crean var haldin í annað sinn í samstarfi við írska skátabandalagið. Íslensku skátarnir tóku undirbúninginn alla leið og Sváfu úti til upphitunar.  Aðrir skátar fóru í Sofét útilegur    og aðrir fóru í kapp í rötun, útivist og útsjónarsemi í Ævintýrakeppninni Hrolli sem haldin var um miðjan mars.  Þar bar einnig til tíðinda breytt mataræði eins og ráða má af fyrirsögn fréttarinnar sem var Desert í fyrsta skipti í sögu Hrolls.

Best er að skoða fréttayfirlit Skátamála til að fá betur í æð allt það sem skátar tóku sér fyrir hendur.  Hugmyndaríkasta útilega var þó heimsferð Hraunbúa: Útilegu breytt í heimsreisu  og ekki má svo gleyma stærstu útilegunni, en um áttatíu skátar fóru á heimsmótið í Japan, eins og rifjað var upp í fréttinni Jamboree var magnað.

Raddir ungra skáta

IMG_5670-700x454Ungir skátar létu nokkuð að sér kveða á árinu 2015 og sögðu skýrum rómi að þau vilji fá að taka þátt í að skipuleggja eigin dagskrá eins og lesa mátti og heyra í fréttinni Vilja fá að taka þátt í partýinu  og síðar kom nánari útlistun á því með hvatningunni Ekki stoppa nútímann af í skátastarfinu. 

Tveir ungir skátar komu inn í ritstjórn Skátablaðsins sem fékk lof fyrir að um það léku frískir vindar.  Það er stuð á Skátablaðinu.

Leiðtogaþjálfun og Skátapepp

Gleði á Skátapeppi

Gleði á Skátapeppi

Hópurinn sem stendur að Skátapeppinu stóðu fyrir vellukkuðu ofurpeppi á Grundarfirði eins og lesa má um í fréttinni Dagskrárhringurinn, barnasáttmáli, dans, söngur og skátaheitið og einnig buðu þau upp á Tjaldbúðarlíf á Pepporee eins og fréttin Samheldinn og kraftmikill hópur lét veðrið ekki á sig fá.

Leiðtogaþjálfun Gilwell-skólans á Íslandi bauð einnig upp á fjölbreytt og árangursríkt starf, eins og rifjað er upp í Gilwelltíðindinunum, en þau komu út í dag.

„Haldin voru fjölmörg námskeið og fóru þau fram í Vestmannaeyjum, á Úlfljótsvatni og í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ og tóku liðlega 150 þátttakendur þátt á þeim auk fjölda sjálfboðaliða sem komu að kennslu og ýmsum verkefnum. Boðið var upp á fjarkennslu á hluta námskeiðanna sem gerði þátttakendum víða af landinu tækifæri til þátttöku og mæltist þessi nýbreytni vel fyrir og verður framhald á slíku kennslufyrirkomulagi á nýju ári. Önnur nýbreytni á árinu var sérstakt Sumar-Gilwell sem fór fram á Úlfljótsvatni í ágústmánuði. Á því námskeiði var lögð áhersla á útilíf og upplifun í náttúrunni í bland við fræðilega þjálfun. Námskeið af þessu tagi höfða helst til unga fólksins sem var ánægt með hvernig til tókst. Það er því ljóst að þessi útfærsla er komin til að vera. Útskrifaðir voru 30 skátar úr 9 skátafélögum og ljóst að þessir aðilar munu skipta miklu máli fyrir eflingu skátastarfs í sínum félögum,“ segir í Gilwelltíðindum.

Erlendir skátar hafa mikinn áhuga á Íslandi

Ekkert landsmót var í ár, en þeim mun meiri vinna var lögð í undirbúning fyrir næsta  og þar næsta ár.  Landsmót verður haldið á Úlfljótsvatni árið 2016 og síðan verður heimsmót fyrir skáta 18 – 25 ára haldið árið 2017.  Vel gekk að kynna World Scout Moot 2017 eins og sagði í fréttinni Skátar á faraldsfæti við að kynna Ísland.

amerika3

Kynntu Ísland í Bandaríkjunum

Aukin varð árið 2015 í fjölda heimsókna erlendra skáta til Ísland og þá einkum á Úlfljótsvatn. Metið mun þó ekki standa lengi því það mun falla árið 2016 þökk sé kynningarátaki forsvarsmanna Úlfljótsvatns, en um það má lesa í fréttinni Efla ferðaþjónustu á Úlfljótsvatni.

 

Margt fleira var í gangi hjá skátum á árinu og því áhugavert að renna yfir  fréttayfirlit Skátamála.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar