Jóhanna Björg Másdóttir og Ásgeir R Guðjónsson hafa tekið að sér fararstjórn á World Scout Jamboree 2019.

Þessar vikurnar er verið að kynna Jamboree í skátafélögunum og hvetjum við öll skátafélög til að hafa samband við Jóhönnu og Ásgeir til að fá kynningu og nánari upplýsingar um mótið.

Heimasíða með upplýsingum um Jamboree 2019 fer fljótlega í loftið – fylgist með á www.skatamal.is og á facebook.

Svo má líka senda fyrirspurnir á jamboree2019@skatar.is