Ný stjórn hjá Klakki

Aðalfundur Klakks var haldinn miðvikudaginn 26. mars 2014.

Fundarsjóri var Ingimar Eydal.

Mjög góð mæting var á fundinn og ríkti jákvæður og uppbyggjandi andi yfir honum.

Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, félagsforingi og Sigríður Hjartardóttir, fjármálastjóri kynntu og skýrðu ársskýrslu og ársreikninga ásamt fjárhagsáætlun og starfsáætlun. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins.

Á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins og skipa hana eftirtaldir:

Félagsforingi er Ólöf Jónasdóttir

Aðrir í stjórn eru:

Bryndís Hafþórsdóttir

Katrín Ósk Guðmundsdóttir

Herdís Jónsdóttir

Arnór Bliki Hallmundsson

Nína Jensen

Kjartan Ólafssson

Miklar umræður voru um húsnæðsimál félagsins, en í burðarliðnum er samningur við Akureyrarbæ um nýtt skátaheimili.

Í lok fundarins var Margréti Th. Aðalgeirsdóttur og Sigríði Hjartardóttur færð blóm sem þakklætisvott fyrir þeirra störf fyrir skátafélagið en Margrét hefur verið félagsforingi sl. 6 ár og Sigríður fjármálastjóri sl. 20 ár.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar