Laus eru störf skólastjóra og þriggja annarra  stjórnarmanna.

Stjórn Gilwell-skólans sér um utanumhald Gilwell-námskeiða, bæði grunn- og framhaldsnámskeiða,  gerð námskrár og þróun námskeiðanna.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið Gilwell, hafa þekkingu á skátaaðferðinni og hafa reynslu af leiðtogastörfum innan skátahreyfingarinnar eða utan hennar.

Skólastjóri Gilwell-skólans stjórnar skólanum í samráði við skólastjórn, Gilwell-teymið og starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar. Skólastjóri er ábyrgur fyrir undirbúningi (námskrá, námsefni o.s.frv.), framkvæmd (námskeiða, fjarnáms o.s.frv.) og mati (endurmat, ígrundun o.s.frv.) í samvinnu við stjórn skólans, starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar og Gilwell-teymið eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar um þessi störf fást hjá Björk Norðdahl, formanni fræðsluráðs.

Umsóknir sendist á bjork@skatar.is fyrir 28. mars.