Nú er kátt í höllinni!

Það hefur svo sannarlega verið „kátt í höllinni“ síðustu daga en Laugardalshöllin hefur verið aðsetur lokaundirbúnings World Scout Moot.

Um helgina hefur starfslið mótsins mætt til starfa, hvaðanæva að úr heiminum og tekið til óspilltra málanna við lokahandtök undirbúning mótsins.

Hápunkturinn í höllinni verður svo á þriðjudagsmorgunn kl. 10:00 þegar glæsileg setningarathöfn mótsins fer fram en að henni lokinni dreifast þátttakendur á ellefu miðstöðvar vítt og breytt um landið.

Slakað á eftir langan vinnudag

Ævintýri líkast

Að sögn Sölva Melax, kynningarfulltrúa mótsins, hafa síðustu dagar verið ævintýri líkastir. „Það er mögnuð upplifun að fallast í faðma við fólk frá fjölmörgum löndum sem hefur verið að vinna með okkur undanfarin misseri yfir netið í ýmsum verkefnum. Nú erum við loks að hittast til að hrinda hugmyndum okkar endanlega í framkvæmd og uppskera“.

Mótið á vefmiðlum

Sölvi vill minna á að skátar og almenningur geta fylgst með mótinu í gegnum margvíslega vefmiðla sem skátar nýta sér. „Við erum með öflugt teymi sem miðlar mótinu á netið og nýtum okkur að sjálfsögðu helstu samfélagsmiðla“ segir Sölvi og minnir á að á opinberri vefsíðu Bandalags íslenskra skáta, Skátamál.is, hefur verið sett upp sérstök þemasíða með upplýsingum um mótið og gagnlega tengla svo sem yfirliti yfir þá samfélagsmiðla sem veita upplýsingar um gang mála.

Mótsappið

„Á mótum sem þessum er hefð fyrir því að gefa út viðamikla mótsbók fyrir þátttakendur og starfsfólk sem inniheldur gagnlegar upplýsingar. Við ákváðum hins vegar að fara í þá vinnu að setja upp sérstakt smáforrit (app) sem þjónar sama tilgangi og býður reyndar upp á margvíslega fleiri möguleika en gamla góða mótsbókin“.

Sölvi hvetur alla skáta og aðra áhugasama um að næla sér í appið en það er aðgengilegt fyrir iPhone og Android og nafn þess er 15th World Scout Moot, Iceland.

Nánari upplýsingar

:: Þemasíða Skátamála um mótið

  • Yfirlit frétta
  • Fjölmiðlaumfjöllun
  • Myndefni
  • Yfirlit yfir samfélagsmiðla
  • Mótssöngurinn
  • o.fl. o.fl.

:: Vefsíða World Scout Moot

:: Samfélagsmiðlar

/gp

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar