Haldið verður vikulangt ævintýra ferðalag í gegnum Færeyjar dagana 2. til 9. júlí 2018.

Viðburðurinn gengur út á það að kynnast Færeyskri menningu og náttúru í gegnum æsispennandi söguþráð, þar sem þátttakendur kljást við allskonar dularfullar og spennandi þrautir.

Við erum að leita af félagi/félögum sem hafa áhuga að taka þátt í viðburðinum. Það er pláss fyrir 25 þátttakendur og 5 foringja. Þátttakendur eru á aldrinum 13 til 16 ára og koma frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Færeyjum.

Þessum 150 þátttakendum verður skipt í alþjóðlega flokka sem samanstanda af 6-8 skátum og einum foringja.

Þáttökugjaldið á viðburðinn er 30.000kr (1800DKK) án ferðakostnaðar.

Ef að þið hafið áhuga að taka þátt sendið þá tölvupóst á info@nordicadventurerace2018.fo fyrir 1.Mars n.k.

Nánari upplýsingar í viðhengjum: Nordic Race 1 Nordic Race 2