Nerf-mót fálkaskáta í Grundarfirði

nerd-003„Fálkaskátum í Grundarfirði finnst mjög gaman að fara í Nerf-byssó. Þetta hef ég margsinnis séð út um stofugluggann hjá mér,“ segir Aðalsteinn Þorvaldsson félagsforingi skátafélagsins Arnarins – Æskulýðsfélags Setbergssóknar í Grundarfirði.

Hann segir að í haust hafi hann spurt fálkaskátana hvort þá langaði að halda mót. „Þeir voru sannarlega til í það. Eina skilyrðið sem ég setti var að þeir myndu ákveða hvernig allt ætti að vera og myndi hjálpa þeim með allt umstang. Þetta var samþykkt,“ segir Aðalsteinn.

Lærðu mikið á undirbúningi fyrir mótið

„Undirbúningur tók tíma á skátafundum og var, að ég tel, heilmikill lærdómur fyrir fálkaskátanna. Velja tíma, fá íþróttahús, semja reglur, hanna völlinn, hverjum ætti að bjóða, undirbúa völlinn og ganga frá,“ segir Aðalsteinn sem stýrir fundum .

Stóri dagurinn rann upp og var spilað í tvo og hálfan tíma stanslaust í góðum fíling. Allir ánægðir eftir skemmtilegt mót og strax ákveðið að halda annað mót sem allra fyrst.

 

Glaðir þátttakendur

Glaðir þátttakendur

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar