Náttúrukraftarnir drógu hana til Íslands

Á kaffihúsakvöldi alþjóðaráðs um miðjan september var skáti frá Japan gestur kvöldsins. Það er hin tvítuga Mizuki Suzumura, sem var hér á landi á vegum skátabandalag síns með námstyrk.

Þema ferðar hennar var “Living with nature” en Mizuki hefur mikinn áhuga á umhverfisvænni orku. Hún kom til íslands til að skoða virkjanir okkar og kynnast íslenskri náttúru. Hún dvaldi á landinu frá 8. september til 1. október og ferðaðist á þeim tíma um allt land. Fór í jarðböðin við Mývatn, heimsótti Vatnajökullsþjóðgarð, fór til Vestfjarða þar sem hún heimsótti Flateyri og Suðureyri.

Liljar Már og Berglind Lilja úr alþjóðaráði hittu Mizuki þegar hún var nýkomin til landsins og fóru með henni út að borða. Berglind sagði að Mizuki hefði verið mjög spennt fyrir ferðinni og að hún hlakkaði mest til þess að sjá norðurljósin. Þegar hún fór af landi í liðinni viku var hún mjög sátt og ánægð með ferðina. Búin að upplifa margt meðal annars hafði hún séð norðurljósin.

Mizuki ætlar að sjálfsögðu að mæta á Alheimsmót skáta í Japan næsta sumar og hlakkar mikið til.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar