Messuðu um sig

Línudansinn

Línudansinn

Í gær var haldið námskeið í klifurturninum á Úlfljótsvatni um hvernig eigi að bera sig að þegar farið er þangað með gesti. Turninn eru um 12 metra hár og því rétt að hafa allt á hreinu áður en farið er með óreynda til æfinga í turninum hvort sem klifur eða sig er á dagskrá.

Staðarhaldarnir á Úlfljótsvatni, Guðmundur Finnbogason og Guðrún Ása Kristleifsdóttir, leiðbeindu fimm áhugasömum þátttakendum um rétt vinnubrögð.  „Við erum að innleiða verklagsreglur þannig að öryggisatriði séu enn betur fest í sessi“, segir Guðmundur og þau fengu góð viðbrögð á þeim því meðal þátttakenda voru nokkrir reyndir úr björgunarsveitunum. „Þetta voru jákvæð skoðanaskipti,“ segir Guðrún Ása. Hún segir  turninn og búnaður sé í góðu lagi. „Við vorum að endurnýja margt í búnaði svo sem karabínur og einnig hjálma og belti“.

 Gott að stærri hópur kunni á turninn

Samkvæmt reglum um turninn er skylda að stjórnandi hafi sótt námskeið í notkun hans. Það er gott fyrir félög að hafa skáta innan sinna raða sem kann á turninn til að lækka kostnað við notkun á klifurturninum. Með því að halda námskeið sem þetta fá stjórnendur á Úlfljótsvatni fleiri einstaklinga til að leita til um þjónustu.

Á námskeiðinu var einkum lögð áhersla á rétt vinnubrögð við klifur og sig, en einnig var farið yfir fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp myndu koma upp. „Það getur komið fyrir að sítt hár flækist í böndum og þá reynir að að losa viðkomandi án þess að þurfa að klippa hár, sem getur verið mjög óvinsælt,“ segir Guðmundur í ljós reynslunnar.

Þáttakendurnir fimm voru úr tveimur skátafélögum,  Hraunbúum og Heiðarbúum, þannig að þau félög eiga nú hauka í horni næst þegar ferð er skipulögð í turninn.

Fleiri myndir eru á Facebook síðu skátanna > Skoða myndaalbúm

Þátttakendur og leiðbeinendur

Þátttakendur og leiðbeinendur

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar