Fríska upp á þekkinguna

„Margir gamlir Gilwell-skátar eru að koma inn á ný og vilja rifja upp og kynnast nýja starfsgrunninum,“ segir Ólafur Proppé, skólastjóri Gilwell-skólans.

Tvö Gilwell-námskeið voru haldin samtímis um helgina með um 35 þátttakendum og þar af voru um 15 gamlir Gilwell-skátar sem frískuðu upp á þekkingu sína.

Ólafur segir að það sé mikill kostur að halda námskeiðin samtímis. Leiðbeinendur gátu flakkað á milli námskeiða en í allt voru níu leiðbeinendur á námskeiðunum.

Námskeiðin um helgina voru fyrsta og annað skref af þeim þeim fimm sem Gilwell-leiðtogaþjálfunin skiptist í. Þeir sem hafa lokið Gilwell fyrir nokkru síðan gátu komið inn á fyrsta skrefið til kynna sér nýja starfsgrunninn og reiknast það sem hluti af þeirra framhaldsmenntun. Þátttakendur sem voru í sínu grunnnámi á námskeiðinu í dag eiga að geta útskrifast í haust því næstu námskeið þeirra eða skref eru skipulögð nokkuð þétt.

Þeir sem vilja hefja Gilwell-leiðtogaþjálfun geta komið inn í dagskrána í september þegar nýir hópar fara af stað.

Nánar um Gilwell-leiðtogaþjálfun

Fleiri myndir á Facebook.com/skatarnir

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar