Ljónadans og lagabreytingar

Nú stendur yfir í Hong Kong 35. heimsþing WAGGGS en það er heimsbandalag kvenskáta (World Association of Girl Guiedes and Girl Scouts). Íslensku þátttakendurnir eru Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta (BÍS) og Dagmar Ýr Ólafsdóttir, en hún á sæti í norrænu samstarfsnefndinni.
Ljóna hipsterar í Hong Kong

Ljóna hipsterar í Hong Kong

Þau Jón Þór og Dagmar láta vel af sér því þrátt fyrir langar þingsetur því á milli eru stundir milli stríða. Setningarathöfn þingsins á sunnudag er þeim eftirminnileg en boðið var upp kínverskan mat og ljónadansara sem vottuðu heiðursgestum ráðstefnunnar virðingu sína. Benedikta prinsessa af Danmörku er meðal heiðursgesta á ráðstefnunni en hún er einnig verndari Olave Baden Powell Society.

 Viðurkennd sjálfboðaliðasamtök

Það er á fleiri vígstöðum en Íslandi sem breytingar liggja í loftinu því fyrir heimsþinginu liggja talsverðar lagabreytingar. Breytingar á félagsformi WAGGGS munu gera þau að lagalega viðurkenndum sjálfboðaliðasamtökum.

Þá liggur fyrir þinginu áætlun um starfsemin næstu þrjú árin og markmið til ársins 2020.  Þingið er vel nýtt til funda milli skátabandalaga þar sem 108 slík eru samankomin á þinginu. Jón Þór og Dagmar segja að þingið sé kjörinn vettvangur til að miðla reynslu milli þeirra og auka tengsl BÍS innan WAGGGS. Sex ný bandalög voru tekin inn í WAGGGS fjölskylduna á þinginu en þau eru frá Armeníu, Nýju Gíneu, Kamerún, Mongólíu, Cook-Eyjum og Myanmar.

Þinginu lýkur í dag, miðvikudag,  en í framhaldinu fara Dagmar og Jón Þór á undirbúningsfund norrænu samstarfsnefndarinnar í Danmörku áður en þau koma til baka fyrir Landsmót skáta á Hömrum!

Íslendingar meðal stofnfélaga

Heimsamtökin eiga sér langa sögu og voru íslenskir kvenskátar stofnfélagar WAGGGS árið 1928. Sextán árum síðar eða árið 1944 varð Bandalag íslenskra skáta fyrsta bandalagið í heiminum með stráka og stelpur í sama bandlagi. Ísland ruddi þar veginn því fjölmörg bandalög starfa sem SAGNO (e. Scout and Guide National Organization) bandalög í dag. Í gegnum árin hafa ýmsir Íslendingar unnið í vinnuhópum á vegum WAGGGS auk þess sem aðstoðarskátahöfðingi, Fríður Finna Sigurðardóttir, sat í evrópustjórn WAGGGS um tíma.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar