Líf, fjör og éljagangur við Glaðheima 

Það var iðandi líf og einbeittir skátar hvert sem litið var við Glaðheima, skátaheimili Fossbúa, laugardaginn 7. mars, þegar Fálkaskátadagur Fossbúa var haldinn í þriðja sinn.
Verkefni voru víða við Glaðheima

Verkefni voru víða við Glaðheima

Boðið er upp á póstaleik sem dróttskátar sjá um að framkvæma fyrir fálkaskáta félagsins. Inga Úlfsdóttir segir að dagskráin hafi heppnast vel í alla staði, þrátt fyrir að gengi á með dimmum éljum.

Dróttskátar spreyta sig við stjórnun

Tilgangur viðburðarins er tvíþættur: Annars vegar að veita dróttskátum tækifæri til að spreyta sig við stjórnun pósta og færast þar með fetinu framar í sjálfstæðum vinnubrögðum og hins vegar að veita fálkaskátum tækifæri til að leysa margskonar þrautir með samvinnu, vinskap og gleði að leiðarljósi.

Inga segir það sérlega skemmtilegt að sjá dróttskáta á fyrsta ári axla ábyrgð og stýra póstum, munandi að í fyrra tóku þeir þátt í leiknum sem fálkaskátar.  „Þarna stíga margir verðandi leiðtogar úr röðum skátanna sín fyrstu skref“, segir hún.

Alls tóku sjö flokkar þátt í leiknum og fjöldi dróttskáta sá um póstana en rekka- og róverskátar voru þeim innan handar.

Verkefnabækur voru á lofti og bökum.

Verkefnabækur voru á lofti og bökum.

og ýmsar þrautir þurfti að leysa

og ýmsar þrautir þurfti að leysa

Kimsleikur, samvinnaleikir og geimegg

Útbúin er þrautabók sem hver flokkur fær. Hann leysir svo þrautirnar í þeirri röð sem hentar og er ýmist um dæmigerð skátaverkefni, s.s. Kimsleikur, samvinnuleikir, lestur úr dulmáli, geimegg o.fl. Flest fór fram á mönnuðum póstum og vorur verkefni sem flokkarnir svöruðu beint í bókina eins og t.d. hvað er að súrra og í hvaða bæjarfélagi er skátafélagið Kópar? Þá þurfti að fá eiginhandaráritun hjá dróttskáta, rekkaskáta, róverskáta og fullorðnum skáta.

Verkefnið dagsins er að klára bókina og veitt eru verðlaun fyrir samvinnu, lausn, frumleika og stigafjölda.

SMFálkaskátadagur-FossbúaF-Mikil ánægja ríkti meðal fálkaskáta með viðburðinn og eru sumir farnir að hlakka til næsta árs þegar þeir fá að spreyta sig við póstana.

Að lokinni verðlaunaafhendingu var viðburðinum slitið með því að syngja Fossbúasönginn og hrópa Fossbúahrópið.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar