Skátar með leppi, páfagauka og króka

Vifill12195905_102081083896Sjóræningjar voru þema félagsútilegu Vífis sem haldin var 23. – 25. október í Vindáshlíð. Það fór vart á milli mála hvar sem gengið var um svæðið. Skátar mættu með sverð, leppi, páfagauka á öxlum – nú, eða uglur! – og króka.

„Helgin var einstaklega vel skipulögð og dagskráin alls ekki af verri endanum. Allar sveitir hjá Vífli lögðu eitthvað af mörkum til að sjá til þess,“ segir Hervald Rúnar í Vífli.  Haldin var ljóðakeppni, átkeppni, dulmál voru leyst, skátavígslur og farið í göngur svo eitthvað sé nefnt.

Hervald segir að Vindáshlíð sé einstaklega vel staðsett og henti mjög vel fyrir þá 60 skáta sem skráðir voru þessa helgina. „Fyrir utan rúmgott húsnæði er svæðið í kring stórt og fullt af afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri,“ segir hann.

Vifillcombi

Ógnvekjandi

 

Vifill12195895_996408153715

Klassísk skátaiðja

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar